adalvikogsletta

Fróðleikur

Geirmundur heljarskinn.

Hjörleifur Hörðakonungur átti son sem Hálfur hét og réð Hálfsrekkum. Hálfur konungur var faðir Hjörs konungs. Hjör herjaði á Bjarmaland (Bjarmar var nafn á fólki eða ættflokk í Garðaríki (Rússlandi)); hann tók þar herfangi Ljúvinu dóttur Bjarmakonungs. Hún var eftir á Rogalandi, þá er Hjör konungur fór í hernað; þá ól hún sonu tvo; hét annar Geirmundur en annar Hámundur

Geirmundur sem varð konungur í Rogalandi eftir föður sinn en missti ríkið þar í hendur Haraldi hárfagra. Geirmundur sigldi þá til Íslands og nam land á Skarðströnd og bjó á Skarði. Honum fannst þrengja að sér þar svo hann hélt í norður og nam land á Ströndum. Hann setti þar niður fjögur bú, eitt þeirra í Aðalvík og varðveitti það ármaður hans. Annað bú átti hann á Almenningum hinum vestari og varðveitti það þræll hans, Björn, sem síðar varð sekur um sauðaþjófnað og sagður er hafa misst það í hendur almennings í sekt vegna þjófnaðarins. Þriðja búið var í Kjaransvík og réði því Kjaran þræll hans. Í Barðsvík var fjórða bú Geirmundar en það varðveitti Atli þræll hans. Búið í Aðalvík gaf Geirmundur síðar Örlygi Böðvarssyni, sem flúið hafði undan ofríki Haralds konungs hárfagra til Íslands eins og Geirmundur og fleiri ágætir höfðingjar. Örlygur eignaðist síðan Sléttu og Jökulfirði, segir í Landnámu, en Hrafnfjörður var þó í landnámi Þórólfs fasthalda, sem bjó á Snæfjöllum á Snæfjallaströnd. Austan landnáms Geirmundar tók við landnám Skjaldarbjarnar í Skjaldbjarnarvík.

Geirmundur gerðist stórauðugur að lausafé og kvikvé, segir í Landnámu. Milli búa sinna fór hann með fjölmenni sem konungur væri.

Kona Geirmundar var Herríður Gautsdóttir Gautrekssonar. Þeirra dóttir var Ýr.
Síðan átti hann Þórkötlu dóttur Ófeigs Þórólfssonar, þeirra börn Geirríður og Arndís.
Ketill "gufa" Örlygsson átti Ýr, þau áttu tvo syni, Þórhall og Odda og eina dóttur.
Ketill var sonur Örlygs Böðvarssonar, sem Geirmundur gaf bú sitt í Aðalvík.

Geirmundur andaðist á Geirmundarstöðum og er hann lagður í skip þar, út í skógunum frá Garði.

 

Hvönn

Hvönn hefur lengi verið nýtt til matar, í lyf, sem bætiefni og í ilmvötn. Laufin eru notuð í krydd og ræturnar í víngerð í vermút og í líkjöra.
Nýjar íslenskar rannsóknir sýna að hvönn hefur lækningamátt og er nú unnið að ræktunarleiðbeiningum, þannig að hún verði til í nægu magni og aðgengileg fyrir lyfja- og bætiefnaframleiðslu.
Hvönn er fjölær. Hún fjölgar sér eingöngu með fræjum, blómstrar einu sinni og deyr síðan.

Hvönn hefur verið nýtt frá fornu fari á Hornströndum og hefur snemma talist til verðmæta þar. Í Jarðarbók  frá 1710, er hvannatekja og rætur talið til hlunninda í innanverðum Jökulfjörðum og á öllum bæjum í Fljótavík. Þórleifur Bjarnason segir í Hornstrendingabók (1976) að Aðalvíkingar hafi sótt hvönn og skarfakál undir Ritinn og að Hesteyringar hafi sótt eftir þessum hlunnindum inn í Lónfjörð. Hvönnin og skarfakálið var geymt í súr til vetrarins og kom í stað grauta eða til drýginda saman við grauta.

Nýting hennar var með þeim hætti að rætur voru grafnar upp að einhverju marki, þó að stönglarnir væru aðalfæðan. Rætur voru einnig nýttar til lækninga. Í Læknabók sr Einars Jónssonar (1704-1784) á Skinnnastað í Þingeyjarsýslu segir til dæmis: "hennar tempran er heit og þurr, mótstríðandi þeim meinum sem þar eru í  móti. Hún dregur út eitur og leysir blóð, gjörir heitan líkama."

Hvönn er viðkvæm fyrir beit og hverfur fljótt úr beittu landi. Eftir að byggð lagðist af og gróður fékk frið fyrir beit hefur hvönnin lagt undir sig heimatúnin víða á Hornströndum.
(Úrdráttur úr svari um Hvönn á www.visindavefur.hi.is)

 

 

 

Straumnesfjall

Á Straumnesfjalli má enn sjá minjar um ratsjárstöð Bandaríkjahers, sem var þar fram yfir 1960. Bretar byggðu aðra ratsjárstöð á fjallinu Darra ofan Sæbóls, í seinni heimstyrjöldinni. Merki um hana er enn að sjá í dag.
Straumnestá:
Vitinn var byggður 1921.

Búseta varnarliðsins á Straumnesfjalli

Fljótlega eftir stofnun varnarliðsins á Íslandi árið 1951 var hafist handa við að byggja fjórar langdrægar ratsjárstöðvar til loftvarna, eina á hverju landshorni. Stöðinni á Vestfjörðum var valinn staður yst á norðanverðu Straumnesfjalli, þar sem heita Skorar.

Framkvæmdir hófust á Látrum sumarið 1953 með lagningu vegar upp á Straumnesfjall, um ellefu kílómetra leið. Þar eð víkin var hafnlaus var gerð tilraun til að byggja hafnarmannvirki í framhaldi af lítilli steinsteyptri bryggju sem byggð hafði verið um 1947 fyrir neðan bæinn Nes. Þar var byggður grjótgarður sem smærri skip gátu lagst upp að á flóði. Þetta hafnarmannvirki mátti sín þó lítils gegn vetrarbriminu og gaf sig fljótlega og varð ónothæft. Allur þungaflutningur var fluttur í land á Látrum á stórum flotpramma. Þannig varð að skipa öllum þungavinnuvélum, bílum og tækjum, ásamt eldsneyti og öllu byggingarefninu út á flotpramma úr flutningaskipum á legunni. Prammanum var lent á sandinum á flóði og látið fjara undan og farminum skipað upp. Byggingarefnið var að mestu steinsteyptar einingar, innfluttar frá Hollandi. Flotpramminn slitnaði gjarnan upp í óveðrum og rak upp í sandinn þar sem hann liðaðist meira og minna í sundur. Að endingu varð hann til á miðjum sandinum þar sem enn má sjá nokkra tanka þá sem hann var settur saman úr.

Vegurinn var lagður út á Brekkuna, þar sem reistar voru nokkrar byggingar í nágrenni skólahússins og Steinhússins svokallaða. Fjórtán íbúðarhús voru á Látrum á þessum tíma og voru mörg þeirra tekin á leigu fyrir starfsmenn verktakafyrirtækisins. Rafmagn var lagt í húsin frá rafstöðvum eins og enn má sjá merki um í sumum húsanna. Vatnsveita var lögð úr fjallinu ofan við Látra. Í skólanum var rekið mötuneyti og byggð íbúðarálma við hann. Gegnt skólanum var reist íbúðarhús og vöruskemma utan við Steinhúsið. Vegurinn upp á fjallið var lagður fram á svonefnda Hálsa og þaðan áleiðis út hlíðina Rekavíkurmegin. Er vegurinn var kominn út í Grasdal var gefist upp við að leggja hann þessa leið vegna bleytu. Þess í stað var lagt í fjallið Látramegin og farið í sneiðingum upp og yfir Lambadal. Sumarið 1954 var vegagerð lokið út á Skorar og steyptir grunnar undir húsin. Næsta sumar, 1955, voru húsin reist og fullgerð að innan árið eftir. Íslenskir verktakar höfðu fljótlega tekið við framkvæmdum af þeim bandarísku og komu fyrstu bandarísku hermennirnir að Látrum haustið 1956 til að vinna að uppsetningu tækja og búnaðar.

Tvö stök hús voru byggð á fjallinu og var fyrra húsið sem komið er að á Bæjarfjalli símstöð af sérstakri gerð. Loftskeytastöð var í síðara húsinu sem komið er að utar á fjallinu.

Í Öldudal, sem er á hægri hönd áður en komið er út í ratsjárstöðina sjálfa á Skorum, voru gerðar tvær borholur til vatnstöku og byggt yfir þær.

Þegar komið er að girðingunni umhverfis stöðina er grunnur svefnskála og mötuneytis Íslenskra aðalverktaka á vinstri hönd. Grunnar verkstæðis þeirra og áhaldahúss eru á hægri hönd.

Í herstöðinni sjálfri blasir við ferðamönnum bifreiðaverkstæði á hægri hönd. Allar byggingarnar voru tengdar saman með gangi. Sé honum fylgt er fyrst komið að tveimur svefnskálum undirmanna, síðan verslun, veitingastað og mötuneyti. Fjórða og síðasta húsið á hægri hönd var vörugeymsla og íþróttahús. Sé haldið yfir í hinn helming stöðvarinnar er skrifstofuhús fyrst til vinstri. Þar fyrir neðan eru íbúðir yfirmanna. Næst á vinstri hönd og vestast er rafstöð og kyndistöð. Við enda gangsins, nyrst í stöðinni er komið að ratsjárstjórnstöðinni sem nú er þaklaus að mestu.

Þar má enn sjá ramma er í var glerplata. Þar var ferill þeirra flugvéla sem ratsjáin greindi færður á eða „plottaður” eins og stundum er nefnt, stjórnendum aðgerða til glöggvunar. Ratsjártækjunum sjálfum var komið fyrir í tveimur tveggja hæða turnum við norðurvegg hússins. Þar sjást nú einungis tveir hringlaga grunnar eftir. Ofan á turnunum voru uppblásnar kúlur úr gúmmístriga til að hlífa loftnetum ratsjánna fyrir veðri og vindum. Ratsjáin dró 250 sjómílur.

Ratsjárstöðin var tekin í notkun í ársbyrjun 1958. Í henni störfuðu um tíu menn úr flughernum og höfðu að jafnaði eins árs viðdvöl. Stöðin var birgð upp hvert haust af eldsneyti og vörum til ársins. Þess á milli bárust vörur með vélbát frá Ísafirði. Lítil flugbraut var byggð á Látrum og gátu og geta enn lent þar litlar einshreyfils flugvélar. Varnarliðið hafði í förum þess konar flugvélar frá Keflavíkurflugvelli með fólk og smávöru þegar veður leyfði.

Þegar unnið var að byggingu stöðvarinnar var þar fátt manna að vetrinum. Haustið 1956 er fyrstu hermennirnir komu voru ráðnir tveir menn, kunnugir staðháttum, til að vera á staðnum árið um kring og annast báta þá og pramma er notaðir voru við uppskipun vöru og flutning á fólki og öðru í land. Að vetrinum voru oftast nokkrir menn í stöðinni til að sjá um snjóruðning og drógu þeir björg í bú á stórum snjósleða aftan í jarðýtu. Var hún oft eina farartækið sem fært var með um veginn sökum snjóa og veðurs.

Starfsemi ratsjárstöðvarinnar var hætt sumarið 1960 sökum erfiðleika og kostnaðar við rekstur hennar, samfara úthaldi rúmlega 100 manna herliðs á afskekktum stað við hinar erfiðustu aðstæður. Vorið 1960 var hafist handa við að rífa stöðina á Straumnesfjalli ásamt mannvirkjum á Látrum. Þegar því var lokið leit svæðið út eins og eftir loftárás. Á áttunda áratugnum fékkst loksins fjárveiting frá Sölunefnd varnarliðseigna til þess að hreinsa mætti til á Látrum. Uppi á fjallinu er draugaborg sem minnir á þessa tíma og vert er að skoða.

www.bb.is. Ferðalýsingar Gísla Hjartar.

Rekaviður

Rekaviðurinn sem berst til Íslands kemur frá skógum Síberíu. Þar er stundað skógarhögg og timbrinu er fleytt niður stórfljótin Ob, Jenisej, Katöngu og Lenu í sögunarmyllur. Suma drumbana rekur á haf út þar sem norðaustlægir hafstraumar bera þá að íshellu norðurpólsins. Þar fara drumbarnir hringinn í kringum pólinn og eitthvað af timbrinu berst síðan til Íslands með Austur-Grænlandsstraumnum.
Af volkinu í sjónum verður viðurinn gegnsýrður af salti sjávar og fær þannig náttúrulega vörn gegn fúa. Rekaviður er því oft á tíðum afbragðs smíðaviður. Rekaviðurinn hefur ávallt verið talinn mikilvæg hlunnindi á jörðum hér á landi. Á Ströndum eru til dæmis margar góðar rekajarðir. Kirkjujarðir og stórbýli víða um land áttu ítök í rekanum um aldir og höfðingjar sóttu langt til að sækja við til bygginga.

Rannsóknir frá árinu 1971 sýndu að rekaviðurinn berst um 400–1.000 km á ári og það tekur drumbana um 4 til 5 ár að reka frá fljótum Síberíu til Íslandsstranda.
Heimildir: visindavefur.is, wikipedia.

Íslenska tungumálið

Íslenska er norður-germanskt tungumál. Germönskum tungumálum er skipt í norður-germönsku það er að segja norræn tungumál, vestur- germönsk mál - hág og lág germönsku - þar á meðal eru hollenska og flæmska,
enska og frísneska og síðan í austur-germönsku, gotnesku sem nú er útdauð. Germönsku tungumálin tilheyra Indo-evrópskum tungumálum ásamt keltnesku, slavnesku, baltnesku, rómönsku, grísku, albanísku, armenísku og Indo-írskum tungumálum til viðbótar við nokkra hópa tungumála sem eru nú útdauð. Þess vegna er íslenskan að meira eða minna leyti skyld öllum þessum  tungumálum. Málvísindalega er hún skyldust færeysku og norsku. Á meðan flest vestur-evrópsk tungumál hafa dregið stórlega úr notkun beygingar, sérstaklega í fallbeyginu á nafnorðum, hefur íslenskan varðveitt beygingar í málfræði hliðstætt við latínu, forn-grísku eða forn-ensku.

Skrifuð íslenska hefur breyst tiltölulega lítið síðan á 13 öld. Sem afleiðing af því og af líkingu milli nútíma og fornrar málfræðinotkunar geta sumir Íslendingar enn þá skilið upprunalegar íslenskar fornbókmenntir, sem voru skrifaðar fyrir átta hundruð árum síðan. Þetta gamla form tungumálsins er kallað forn-íslenska en einnig alþýðlega jafnað við forn-norsku, hugtak notað fyrir sameiginleg Skandinavísk tungumál á tímum Víkinganna.

Íslenska stafrófið er þekkt fyrir varðveislu á tveimur fornum stöfum sem eru ekki lengur til í enska stafrófinu: þ og ð. Íslenska stafrófið er 32 tveir stafir.

Íslendingar taka alvarlega varðveislu tungumálsins síns og frekar en að fá lánuð orð úr öðrum tungmálum fyrir ný hugtök þá eru ný íslensk orð valin af kostgæfni til notkunar.

Ísland var numið í kringum 870-930. Flestir landnámsmannanna komu frá Noregi, sérstaklega Norður-Noregi, nokkrir komu frá Svíþjóð og sumir frá Bresku eyjunum, þar á meðal frá Írlandi. Tungumálið sem hélt velli á Íslandi var það sem kom með landnemum frá Vestur-Noregi.

Það er sameiginlega fallist á að umtalsverður hluti innflytjendanna hafi verið af keltneksum stofni. Samt sem áður sýnir íslenska tungumálið aðeins smávægileg vegsumerki af keltneskum áhrifum. Einu ummerkin eru nokkur lánsorð af keltneskum uppruna og nokkur mannanöfn og staðarheiti. Íslenska og norska urðu ekki merkjanlega frábrugðin fyrr en á fjórtándu öld. Frá þeim tíma og áfram urðu tungumálin í sívaxandi mæli frábrugðin. Þetta var af mestu leyti vegna breytinga í norska tungumálinu , sem hafði í sumum tilfellum byrjað fyrr í danska og sænska málinu á meðan íslenskan stóð í móti breytingum, án efa má þakka það ríkulegri íslenskri bókmenntasögu á tólftu öld og komandi öldum þar á eftir. Samt sem áður hefur íslenska gengist undir áberandi breytingar í hljóðfræði . Annað eðli tungumálsins er sá einsleiki þess að vera án mállýska.

Þýtt að hluta til frá: www.nat.is

 

Kievan Rus.
Kivevan Rus eða Kievan Ruthenia var slavneskt ríki sem borgin Kiev réði fyrir frá því í kring um 880 til um miðja tólftu öld.

Út frá sagnfræðilegum grunni er Kievan Rus álitið vera forveri þriggja nútíma austur-slavneskra þjóða: Belarus, Rússlands og Úkraínu

 Samkvæmt Primary Chronicle - frum annálum um Kivevan Rus - var það Víkingur að nafni Rurik eða Hrærekr sem setti sig niður í Novgorod (Hólmgarði). Novgorod er í dag staðsett í Rússlandi. Hann var valinn sem sameiginlegur stjórnandi af nokkrum slavneskum og finnskum ættflokkum í kringum 860. Annálar setja hann sem ættfaðir Ruriks ættarveldisins.

Í annálunum segir svo:  

Árið 6370 (859): Víkingar handan hafsins heimtu skattgjöld af Chuds, Slavs, Merias, Veses, Krivichs....  Árið 6370 (862): Þá hröktu þeir Víkingana til baka yfir hafið, neituðu að borg þeim skattgjöld og hugðust ráða sér sjálfir. En þeir höfðu engin lög sín á milli og ættflokkar risu upp á móti hver öðrum. Ósætti ríkti þar af leiðandi meðal þeirra og þeir byrjuðu að herja hver á móti öðrum. Þeir sögðu sín þá sín í millum:
”Svipumst eftir prins sem gæti stjórnað og dæmt okkur samkvæmt  siðvenju.”
Þess vegna fóru þeir yfir hafið á fund Víkinganna til Rus. Þessir Víkingar voru kallaðir Rus nákvæmlega eins og sumir voru kallaðir Svíar, aðrir  Normenn og Englendinar og enn aðrir Gotar, því þannig voru þeir nefndir
. Chuds, Slavs, Krivich og Ves sögðu við Rus:
”Landið okkar er víðfeðmt og ríkt en það er engin regla þar á. Komið og ríkið sem prinsar og haldið um stjórnvölinn." Þrír bræður buðu sig fram og fórum með þeim ásamt frændgarði yfir hafið.

Þessir Víkingar settust fyrst að í Ladoga og færðu sig síðan sunnar til Novgorod (Nýja borg) og á endanum náðu þeir til Kiev (Kænugarðs). Hið svokallaða Kievan Rus var stofnsett af prins Oleg í kring um 880. Ríkið þreifst vel vegna þess að það réði yfir verslunarleið frá Eystrasalti til Svartahafs og til Austurlanda fjær og einnig vegna þess að það hafði ríkuleg aðföng af  loðfeldum, bývaxi og hunangi til útflutnings.

Krossferðirnar báru með sér breytingu í evrópskum viðskiptaháttum sem flýttu fyrir hnignum Kievan Rus. Árið 1204 gerði herafli fjórðu krossferðarinnar gripdeild í Constantinople sem varð þess valdandi að Dnieper verslunarleiðin varð í útjaðri. Eftir því sem Kievan Rus hnignaði þá skiptist ríkið niður í mörg furstadæmi og nokkur stór héraðsumdæmi: Novgorod, Vladimir, Suzdal, Halych, Polotsk, Smolensk,Chernigov og Pereyaslav. Íbúarnir í þessum héraðsumdæmum þróuðust síðan í þrjú þjóðerni: Ukraínu í suðaustur og suðvestur, Belarusians í norðvestur og Rússa í norður og norðaustur.

 Rus

Uppruni Rus þjóðflokksins er umdeildur. Þar sem flestir vestrænir sagnfræðingar hallast að normennsku kenningunni þá eru líka margir slavneskir fræðimenn sem eru andvígir henni og freista þess að finna annars konar uppruna. Sumir taka þann pólinn að orðið Rus sé ekki þjóðfræðilegt og bendi frekar til starfssviðs (kaupmaður/ræningi/verslunar) sem var gegnt af Norðmönnum í fyrstu og síðan Slövum seinna meir.

Í raun er um að tefla í þessum ágreiningi menningu og arfleifð. Spurningin er hvort austur slavnesk þjóðmenning eigi part af menningarlegum uppruna sínum að rekja til skandinavískra stjórnenda frá níundu til elleftu öld eins og stutt er af normennsku kenningunni eða hvort arfleifðina megi rekja eingöngu til Slava eins og slavneskir vilja hafa.

 Normennska kenningin leggur til að Kievan Rus gæti hafa verið nefnd eftir skandinavískum lénsherrum þeirra eins og gert var í Normandy. Samkvæmt frum annálunum - sögufræðileg samantekt rakin til tólftu aldar -, þá var Rus hópur Víkinga sem bjó handan Eystrasalts í Skandinavíu. Annálarnir segja okkur að þeir höfðu sigur yfir Kiev og stofnuðu Kievan Rus. Svæðið sem þeir sigruðu var gefið nafn eftir þeim.

Normennska kenningin er einnig byggð á frásögn Ibn Fadlan sem notaði nafnið Rusiyyah um hóp fólks og var venjulega túlkað sem Víkingar nálægt Astrakhan, og á Persneska ferðalangnum Ibn Rustah sem sagður er hafa heimsótt Novgorod og lýsti því hvernig Rus arðrændi Slavana.

Þessi kenning heldur fram að nafnið Rus, eins og finnska nafnið yfir Svíðþjóð, eigi uppruna sinn úr forníslensku orðheiti ”mennirnir sem róa” (ferðast), þar sem róður var aðal hátturinn til þess að sigla um rússnesku árnar og að það sé tengt sænska héraðinu Roslagen (Rus-law) eða Roden þaðan sem flestir Víkingarnir komu. Nafnið Rus hefði þá sama uppruna eins og finnska og eistneska nafnið yfir Svíþjóð:
Ruotsi og Rootsi.

Rurik, Hrærekr, Hrodric eða Hrodricus.

Riurik er slavnesk þýðing á nafninu og sem þýðir ”frægur stjórnandi”. Hann er talinn fæddur í kringum 830 og látinn ca 879.

Rurik hélt völdum til dauðadags. Eftirkomendur hans (Rurik ættarveldið), fluttu hins vegar höfuðstaðinn til Kiev og stofnuðu ríkið Kievan Rus sem varði þangað til 1240 eða þar til að Mongólar gerðu innrás. Þó nokkrar tignar fjölskyldur rekja enn í dag ættir sínar til Ruriks. Sðasti afkomandi Ruriks til þess að stjórnar Rússlandi  var Vasily IV sem lést árið 1612.
Þýtt úr Wikipedia, frjálsa alfræðibókin.

 

 

Google Translator

:)

Recent Forum Posts

No recent posts