adalvikogsletta

Geirmundur Gudmundsson

Geirmundur Guðmundsson var fæddur í Kjaransvík 7. mars 1857. Foreldrar hans voru Guðmundur Snorrason Brynjólfssonar bónda í Hælavík og konu hans Sigurfljóðar Ísleifsdóttur Ísleifssonar bónda á Hesteyri. Eiginkona 17. 09.1883, Sigurlína Friðriksdóttir.
Sigurlína var fædd í Neðri - Miðvík 29. febrúar 1852. Foreldrar hennar voru Friðrik Jónsson, fæddur í Staðarsókn í Aðalvík, N-Ís. 9. sept. 1822, látinn 10. maí 1888, Jónssonar bónda á Sléttu í Jökulfjörðum og Júdith Jónsdóttir fædd 1812, látin 22. febrúar 1861. Jón faðir Júditar var fæddur 1765, látinn 26.ágúst 1811. Bóndi á Stað í Aðalvíkursókn, Ís 1801. Síðar bóndi á Séttu í sömu sókn. Drukknaði. Eiginkona Jóns og móðir Júditar var Herdís Gísladóttir. Fædd 1766. Látin í Staðarsókn í Aðalvík, N-Ís. 22. maí 1836. Húsfreyja á Stað, Aðalvíkursókn, Ís.1801.
Árið 1835 voru vinnuhjú á Marðareyri, Veiðileysufirði í Jökulfjörðum Guðmundur Sigurðsson og Júdit Jónsdóttir. Þau voru þá bæði ógift, hún var 22 ára, bóndadóttir frá Sléttuí Aðalvíkursveit, hann 27 árasonur bóndans á næsta bæ, Steinólfsstöðum. Þau Guðmundur og Júdit giftu sig og voru á Steinólfsstöðum, eignuðust þrjú börn. Um það leyti sem þau voru á Steinólfstöðum er jörðinni svo lýst að þar er móskurður góður og búnytjar, hægð til slægna og slægjur góðar, landrými nægilegt og kotið að flestu þægilegt.Í júlí 1841 lést Guðmundur, börnin þeirra voru þá 3ja-5ára. Að frádregnum skuldum voru eignir bús þeirra metna á 141 ríkisdal, 6ær Guðmundar á 24 Rd. Guðmundur átti 2 hundruð í Steinólfstöðum, 1 hundrað í Marðareyri og 6 hundruð í Breiðdal í Önundarfirði. Aðrar eigur þeirra uppskrifðar voru bátskrifli, föt, guðsoðrabækur og ein rímnaflokkabók. Júdit giftist aftur í heimasvei sinni, Friðrik Jónssyni í Neðri Míðvík og eignaðist með honum önnur börn og annað bú. Heimild: Grunnvíkingabók. 1989, bls 242.
 Geirmundur og Sigurlína gengu í hjónaband 17. september 1883 og eignuðust fjögur börn: Júlíus, fæddur í Stakkadal 26. maí 1884, bóndi á Atlastöðum. Júlíus giftist Guðrúnu Jónsdóttur 23. september 1905 og eignuðust þau saman tólf börn. Guðrún var fædd 18. júní 1884 og lést 24. mars 1951. Júlíus var síðast búsettur á Ísafirði og lést þann 6. júní 1962. Sigurjón, fæddur 17. febrúar 1886, látinn 26. febrúar 1886. Guðmundína Sigurfljóð, fædd 11. júní 1889, látin 6. nóvember 1914. húsfreyja í Rekavík bak Látur. Guðmundína Sigurfljóð giftist Sigurgeiri Pálmasyni, bónda í Rekavík bak Látur, þann 10. október 1914. Sigurgeir var fæddur 1886 og lést 1924. Þeirra sambúð var barnlaus.  Friðrik, fæddur 25. júlí 1891, látinn 26. september 1967. Geirmundur lést þann 6. júní 1921 en Sigurlína 16. mars 1925 bæði á Húsatúni, Látrum í Aðalvík.

Geirmundur var húsmaður á Látrum 1884, húsmaður og bóndi í Efri Miðvík 1886 - 1889 og á Atlastöðum 1899 -1903, húsmaður í Stakkadal 1905 - 1909, var á Borg í Skötufirði 1909 - 1911, fluttist þaðan að Atlastöðum.

Geirmundur var mikill hagleiksmaður í höndum. Eftir hann er útskorin rúmfjöl á byggðasafninu á Ísafirði sem hann gaf Mikkalínu og Friðriki í brúðargjöf. Hann fékk heiðursskjal fyrir smíðar sínar 1921. Ekki er vitað hvar það er niðurkomið í dag en Geirmundur var á líkbörunum þegar það barst.
Friðrik sonur hans var líka góður við smíðar og útskurð og smíðaði hann ýmsa hluti.
21.06.2013
Í Hamburgisches Museum fur Völkerkunde und Vorgeschichte eru 45 útskornir trémunir frá Íslandi. Flestum þeirra safnaði Hans Kuhn, nú prófessor við háskólann í Kiel, á árunum 1927 og 1929.
Smjöröskjur úr furu, sporöskjulagaðar. Trénaglar og tágar. L. 10,2. Br. 6,5 H. um 4,5. Flaskast hefur af neðri öskjunni efst. Nokkra trénagla vantar. Annars óskemmdar. Ómálaðar. Útskurður á lokinu. 1 ferskeyttum leit í miðju eru tvær höfðaleturslínur. 1 kringum reitinn er fyllt upp með þríhyrndum skipaskurðartungum. Yst, utan vil línu skorna samhliða brúninni er röð af kílstungum. Þokkalega unnið. Ekkert ártal. Höfðal: goðm isidr.
Askja útskorin af Geirmundi Guðmundssyni á Atlastöðum í Fljóti, föður Friðriks Geirmundssonar, Látrum. Frá Guðmundi Pálmasyni, Rekavík bak Látur.

Kembulár úr furu. (Sumir hlutarnir eru ef til vill úr annarri viðartegund, erfitt úr að skera, af því að lárinn er bæsaður.) Ferstrendir hornstafir með sneiddum hornum. Hnúður efst á stöfunum. Láréttar rimar tappaðar inn í stafina og milli þeirra lóðréttir pílárar, breiðir og mjóir til skiptis. L. 30-30,5. Br. um 25. H. 25,5. Nokkrir trénaglar gengnir út á botninum og járnaglar reknir í. Brúnbæsaður. Hornstafir rúðustrikaðir að endilöngu fyrir neðan "háls". Rúðustrikun sömuleiðis ofan á öllum brúnum. Gaflarnir hækka í miðjunni og mynda nokkrar tingur. Útskurður á öllum útflötum. Á öllum þverrimum eru bekkir af ristum krossum með kísiltungum+kílstunguraðir. Mjóu pílárarni eru rúðustrkikaðir, en gegnum þá breiðu eru þríhyrnd göt. Önnur efri þverrimanna á göflunum er með þremur höfðaletursstöfum, hin með ristu ártali. Vandlega gert og verkar vel í heild, en heldur tilbreytingarlaust. Letur: 1905 god.
Lár, kassi til þess að geyma í handavinnu kvennanna. Frá frú Guðnýju, Horni í Hornvík. Lárinn er eftir Geirmund Guðmundsson, Atlastöðum í Fljóti.

Lokplata a smjöröskjum, úr furu, sporöskjulöguð. Einn trénagli er eftir. L. 14,9. Br.8,9. Í góðu standi. Ómáluð. Útskurður á upphliðinni. Í rétthyrndum reit í miðjunni eru þrjár höfðaleturslínur. Fyllt upp umhverfis reitinn með þríhyrndum skipaskurðarstungum. Yst, utan við línu skorna samhliða brúninni, er röð af kílstungum. Skurðurinn í betra lagi. Ekkert ártal. Höfðaletur: niótv elog eingi.
Frá Kjós í Jökulfjörðum. Útskorið af Geirmundi Guðmundssyni, Atlastöðum í Fljóti

 

Google Translator

:)

Recent Forum Posts

No recent posts