adalvikogsletta

title

Click to add text, images, and other content

Pálmi Jónsson

Rekavík


Rekavík2

Rekavík var í byggð 1746 og síðar 1828 og 1861. Rekaviður var þar mikil búbót og var allt byggt úr honum. Í ferðabók Þorvaldar Thoroddsen 1887 er sagt:
"Í Rekavík var að sumu leyti fornt Hornstrandarlag á bæjarhúsum, gamlir staurar á sumum stöðum í veggjum og stétt úr rekadrumbum."

Búskapur í Rekavík mun hafa blómstrað mest á búskaparárum Pálma Jónssonar, sem keypti part í Rekavík ásamt bróður sínum og bjó þar frá 1876 - 1914. Synir Pálma, Guðmundur og Sölvi, tóku við búi hans. Þegar vitinn var reistur á Straumnesi tók Guðmundur við vörslu hans. Síðasti bóndi í Rekavík var Pálmi sonur Guðmundar. Stefán og Pálmi Guðmundssynir reistu þar hús með steiptum grunni og yfirbyggingu úr timbri. Yfirbyggingin var síðar flutt til Súðavíkur og reist þar á nýjum grunni en gamli grunnurinn stendur enn í Rekavík.

Pálmi Jónsson var fæddur í Staðarsókn í Aðalvík, 27 september 1852, sonur hjónanna Jóns Björnssonar og Silfáar Jónsdóttur. 
Jón var fæddur í Staðarsókn í Aðalvík þann 22. júní 1822, sonur Björns Guðmundssonar sem fæddur var í Staðarsókn í Aðalvík, N-Ís. 1791, látinn í sömu sókn 18. janúar 1870 og konu hans Þorgerðar Jónsdóttur sem einnig var fædd í Staðarsókn í Aðalvík, N-Ís. árið 1794 og látin í sömu sókn 26. nóvember 1853. Björn er sagður hafa verið í Þverdal, Aðalvíkursókn, Ís. 1801. Bóndi í Rekavík bak Látur sömu sókn 1845 og Þorgerðar er getið á Atlastöðum, Aðalvíkursókn, Ís. 1801 og húsfreyju í sömu sókn 1845. Björn og Þorgerður gengu í hjónaband 19. september 1818 og eignuðust 10 börn.

Silfá var fædd í Staðarsókn Grunnavík 13 apríl 1818, dóttir Jóns Teitssonar sem fæddur var 1774, látinn 24. apríl 1845 og konu hans Silfáar Jóhannesdóttur sem fædd var 1776, látin í Staðarsókn í Grunnavík, N-Ís 6. óktóber 1854.

Guðrún Sigurðardóttir, móðir Silfáar 1755-1830, var barnsmóðir Jóhannesar Guðmundssonar, bónda í Miðdal, Hólssókn, Ís. 1801, og síðar á Hanhóli, Bolungarvík. Hún giftist síðar Brynjólfi Tómassyni f. 1752 og eignaðist með honum 9 börn. Var húsfreyja í Vigur, Ögursókn, Ís 1801. Látin í Ögursókn 27.des. 1830.

Jón var bóndi á Sútarabúðum, Grunnavíkursókn, Ís. 1801. Jón og Silfá Jóhannesdóttir áttu 7 börn:
Jóhannes 1799-1883, Jóakim 1800-, Sigríði 1803-1882, Steinunni 1804-1862, Kristján um 1813-1842, Silfá 1818-1883, Sólveig 1820-1889.

Samkvæmt manntali 1835 eru tvö heimili í Kvíum og átján manns alls, þar bjuggu þá Jóhannes Jónsson og kona hans Engilráð Gísladóttir, áttu þau sex börn, það yngsta  var eins árs en það elsta var átta ára og hjá þeim hjónum var móðir húsfreyju, einn vinnumaður og tvær vinnukonur. Foreldrar Jóhannesar bjuggu þá einnig í Kvíum, Jón Teitsson og kona hans Silfa Jóhannesdóttir, þau áttu þrjú verkfær börn heima, Kristján 22 ára, Sólveigu 15 ára og Silfá 17 ára og höfðu hjá sér ársgamalt tökubarn Helgu Ólafsdóttir.
Árið 1840, samkvæmt manntali, eru til húsa á Kvíum:
Jóhannes húsbóndi 43 ára, eiginkona hans, Engilráð 48 ára, ásamt börnum sínum: Hagalín 14 ára, Jakob 13 ára, Jens 10 ára, Elías 9 ára, Benedikt 8 ára, Finnboga 4 ára, Salóme 7 ára, Salbjörgu 5 ára og Halldóri 2ára. Þar eru einnig móðir húsfreyju, Kristín Bjarnadóttir ekkja 75 ára, Bergsveinn Jónsson, vinnumaður, ógiftur 32 ára, Silpha (Silfá) Jónsdóttir, vinnukona ógift, Kristján Jónsson, vinnumaður ógiftur 28 ára, Sólveig Jónsdóttir, vinnukona ógift 21 árs, Jón Teitsson, húsmaður giftur 68 ára, Silpha Jóhannesdóttir, kona Jóns 59 ára .
Árið 1845 bjuggu þau allsráð í Kvíum Jóhannes og Engilráð með stórfjölskyldu. Tvær ógiftar systur Jóhannesar bónda voru þá hjá þeim, líklega vinnukonur, Sigríður Jónsdóttir var önnur þeirra 43 ára en hin Silfá Jónsdóttir 27 ára. Þar var og Silfa móðir systkinanna 67 ára. Börn húsráðanda voru nú orðin átta og flest verkfær orðin, þau yngstu tvö voru átta og sex ára.
Árið 1850 búa Jóhannes og Engilráð enn á Kvíum og eru börn þeirra þar öll enn skráð samkv. manntali. Þar eru einnig Silfa 72 ára, ekkja, ásam Sigríði 48 ára ógiftri og Sólveigu 30 ára ógiftri. 

Benedikt Jóhannesson frá Kvíum, fórst í brimlendingu í Bolungarvík 2. maí 1866 ásamt tveimur bræðrum sínum, Finnboga og Jakobi en fjórði bróðirinn, Jens, komst lífs af, en þennan dag fórst 21 maður úr verstöðinni í Bolungarvík. Kona Benedikts var Kristjana Vagnsdóttir Ebeneserssonar, bónda á Dynjanda.
Heimild: Grunnvíkingabók bls 161.
Benedikt og Kristjana voru búsett á Dynjanda er þetta varð og áttu þau sex börn, tvær dætur og fjóra sonu. Þau voru: Benedikt, Kristín, Engilráð, Guðmundur , Jóhannes  og Benedikt Albert. Nokkrum árum eftir drukknun Benedikts giftist Kristjana Jóni Guðmundssyni, ættuðum úr Víkursveit, og fluttist norður á Hornstrandir með nokkur börn sín. Bjuggu þau Jón fyrst í Bolungarvík, en síðar í Bjarnarnesi.
Guðmundur Benediktsson fórst er hann var að koma af kúfiskveiðum í Jökulfjörðum þann 17. mars 1901 við fjórða mann. Í sólskini og hægu veðri, en nokkrum sjó, reru þeir vestur með Bjarnarnúpi, sveigðu inn með Snæfjallaströnd og uggðu ekki að sér. Þar steytti báturinn á skeri nokkra faðma frá landi, valt þar út af og sökk.
Nánar segir af fólki þessu í bók Þórleifs Bjarnasonar Hornstrendingarbók og er vert að kynna sér það

Árið 1870, samkvæmt manntali, er Jóhannes skráður ekkill og býr á Steig, Grunnavíkursókn hjá Hagalín syni sínum og virðist mér sem hann hafi eignast þar barn með systur húsfreyju. Barnið bar nafnið Ketilríður og fæddist 1868-1948.
Ketilríður Jóhannesdóttir frá Kvíum kom í Reykjafjörð tuttugu og sjö ára ráðskona til Benedikts Hermannssonar á föstudaginn langa 1895. Þá var heimilið illa statt, hafði Benedikt í huga að flytja burt úr Reykjafirði. 26. sept. sama ár og Ketilríður kom giftust þau Benedikt og ári síðar, fæddist á Dynjanda einkabarn þeirra Matthildur Herborg, heitinn eftir báðum fyrri konum Benedikts, er hann hafði misst báðar eftir skamma sambúð. Heimild: Grunnvíkingabók. bls 300.
Kvíar í Jökulfj.Silfá og Jón gengu í hjónaband þann 19. september árið 1846 og eignuðust ellefu börn.
Í heimildum er þess getið að Silfá hafi verið á Kvíum, Staðarsókn, Grunnavík Ís. 1845 og húsfreyja í Rekavík bak Látur. Jón er sagður hafa verið í foreldrahúsum í Rekavík, Aðalvíkursókn, Ís. 1845. Bóndi í Rekavík bak Látur. 
Silfá lést 5. apríl 1883 og Jón þann 3. mars 1887.

Pálmi Jónsson var höfðinglegur og raunagóður segir í heimildum. Hann gaf t.d. allan við í barnaskólann á Látrum og þótti það höfðingleg gjöf.
Pálmi var tvíkvæntur. Fyrri kona  hans var Guðríður Sigurðardóttir og gengu þau í hjónaband 13. september 1877. Guðríður lést 30. desember árið 1887. Dánarbú hennar var sjöhundruð og sex krónur og sautján aurar. Skuldir voru tvöhundruð og níutíu krónur og tuttugu og einn eyrir.

Seinni kona Pálma var Ólafía Einarsdóttir, ekkja frá Látrum,fædd 1847 og látin 1930. Pálmi og Ólafía gengu í hjónaband 25 september 1889. Pálmi eignaðist sex börn, þrjú með fyrri konu sinni og þrjú með þeirri síðari, þau voru: 

 

  

 Guðmundur fæddur í Rekavík 28. jan.1878, látinn 21. feb 1951. Vitavörður á Straumnesvita, bóndi í Rekavík bak Látur.

 

 

 

 

Sigríður Pálína Pálmadóttir

Þjóðv. ungi. 

Sigríður Pálína fædd 10. maí 1880, látin 3. jan. 1907. Var í Rekavík bak Látur Aðalvíkursókn, N-Ís. 1901. Sigríður Pálína giftist 29. október 1906 Friðriki Magnússyni 1876-1057. Þau eignuðust saman eina dóttur, Sigríði Pálínu, sem fædd er á Látrum í Aðalví N-Ís.í desember 1906, látin 18. október 1993. Þau bjuggu í Rekavík. Sigríður lést eftir stutta sambúð 3. janúar 1907. 

Sigr. Pálína Friðriksd. Minning.

 

 Silfá fædd 1881, látin 1967, síðast búsett í Kópavogi. Silfá eignaðist eina dóttur með Friðriki Magnússyni 1877-1957, Kristínu Jónu 1905-1933., hún er fædd í Neðri-Miðvík, Sléttuhr., N-Ís. 7. júní 1905, látin 17. apríl 1933. Húsfreyja, síðar ráðskona í Aðalvík, Sléttuhr., N-Ís. Húsfreyja í Stakkadal, Staðarsók, N-Ís. 1930.

 

 
Kristín Jóna Friðriksdóttir
George Valdimar Tideman

 


Sölvi fæddur í Staðarsókn í Aðalvík N-Ís. 11. júlí 1882, látinn í Staðarsókn 20. júlí 1882.
Sölvi fæddur 14. des. 1883, látinn 7. des. 1956, bóndi í Rekavík bak Látur Sléttuhr. N-Ís.

Ingibjörg fædd í Rekavík Sléttuhr. 30. des.1884, látin 9. feb. 1977. Var í Rekavík bak Látur Aðalvíkursókn, Ís. 1890. Vinnukona í Reykjavík 1930, síðast búsett í Reykjavík .

 

 

 

 

 

Sigurgeir fæddur 23. maí 1886, látinn 21. des.1924, var í Rekavík bak Látur Aðalvíkursókn, N-Ís. 1901, bóndi í Rekavík bak Látur, Sléttuhr., Ís. 

Húsfreyja, síðar ráðskona í Aðalvík, Sléttuhr., N-Ís. Húsfreyja í Stakkadal, Staðarsókn, N-Ís. 1930.Pálmi bjó í Rekavík til dánardægurs og lést þann 3. nóvember 1914. Dánarbú hans var sexþúsund fjögurhundruð sjötíu og átta krónur og þrjátíu og einn eyrir.Sérstaka athygli vekur að meðal dánarbúsmuna hans eru rímur í allmörgum eintökum:

 

Víglundarrímur, tíu eintök
Tímaríma, þrjátíu og þrjú eintök
Slysafararríma, þrjátíu eintök.

-----------------------------
Eftirm. Pálmi Þjóðv.ungi.

Sama daginn, sem Pálma Jónssonssonar í Rekavík bak Látur, er getið hér að farman, sýktist af lungnabólgu (29. okt. síðastl.) lagðist og tengdadóttir hans, Guðmundína Geirmundardóttir í sömu veiki, og leiddi veikin hana og til bana, 7. nóv. síðast. (1914).

Hafði hún, þremur vikum áður en hún lagðist, gipzt Sigurgeir, yngsta syni Pálma heitins.
Fráfall hennar því einkar sorglegt.
Eigandi og ritstjóri Þjóðviljans var Skúli Thoroddsen.

Benjamín Einarsson á Marðareyri drukknaði 4. mars 1891 frá konu sinni Hansínu E. Tómasdóttur og sjö börnum þeirra á aldrinu 2ja-16 ára. Frá  hinstu för Benjamíns segir Þórleifur Bjarnason í Hornstrendingabók.
Hansína Tómasdóttir hélt 11 manna heimili á Marðareyri árið 1901. Hjá henni voru 8 hjú, tvö börn og gömul kona, ættingi. Hansína hafði í búi 2 kýr, kálf, 40 sauðkindur og eitt hross. Hálfan sexæring taldi hún fram þetta vor. Hún bjó með svipaðan fjölda kvikfjár á Marðareyri þangað til árið 1906, fluttist þá að Hesteyri í Jökulfjörðum. Marðareyri hefur síðan verið óbyggð.

 

Google Translator

:)

Recent Forum Posts

No recent posts