adalvikogsletta

Íslandsrætur

File:Laxdæla saga - Guðrún smiled at Halldor.jpgÞað getur verið gaman að rekja ættir í Íslendingabók og þar með auka við kunnáttuna á upphafi Íslensks landnáms, sögu okkar og getað þaðan rakið ættir sínar til kunnra nafna úr sögu Íslands - svona aðeins að staðsetja sig. Það er alveg með ólíkindum hversu mikinn upplýsingabrunn forfeður okkar hafa eftirlátið okkur og er það svo sannarlega einsdæmi í veröldinni, að ég tel, að við Íslendingar getum rakið ættir okkar alla leið aftur til landnáms og jafnvel með því að grúska aðeins betur fundið upplýsingar frá þeim tíma sem forfeður okkar bjuggu í Noregi eða þá í Skotlandi.
Á tíma landnámsins þá er það augljóst að vegna mannfæðar í nýja landinu þá tengist fólk innan þeirra fáu fjölskyldna sem höfðu sett niður bú sín hér á landi, þannig að við vorum og erum að meira eða minna leyti skyld í allar áttir.  
Mig langar til þess að deila með ykkur hvers ég hef orðið vísari með því að glugga í þennan þekkingarbrunn.
Frá þeim einstaklingum sem ég skrái hér gat ég rakið slóðina til Guðmundar Pálmasonar.
Njótið vel.

Björn "buna" Grímsson - 770. Fæddur á Sogni, Noregi, dáinn 820.
Hersir í Noregi. Jón Sigurðsson segir Björn Veðra-Grímsson. Foreldrar Veðra-Gríms voru Hjaldur Valdimarsson konungs og Hervör Þorgerðardóttir.
Maki: Vélaug Víkingsdóttir - 770. 
Börn þeirra: Helgi Bjarnason - 790, Ketill "flatnefur" Bjarnason - 810, Hrappur Bjarnason - 830.

Maki Helga er ótengdur ÍB. en börn þeirra voru: 
Helgi Helgason -810, Össur Helgason - 830. Hálfbróðir Ingólfs Arnarsonar landnámsmanns.

Ketill "flatnefur" Bjarnason - 810. Fæddur í Raumsdal Þelamörk Noregi. Dó um 880 í Skotlandi. Hersir í Suðureyjum Maki Ketils var Ingveldur Ketilsdóttir -810. Faðir hennar var Ketill "vefur" hersir af Hringaríki. 
Börn Ketils og Ingveldar voru: Auður "djúpúðga Ketilsdóttir -830. Landnámskona í Hvammi í Hvammssveit. Einnig nefnd Unnur, Björn "austræni" Ketilsson - 842. Landnámsmaður. Nam land á milli Hraunsfjarðar og Stafár og bjó í Bjarnarhöfn, Jórunn "mannvitsbrekka" Ketilsdóttir - 845, Þórunn "hyrna" Ketilsdóttir - 848, Helgi "bjóla" Ketilsson - 855. Landnámsmaður á Kjalarnesi, bjó á Hofi. "Hann var nýtmenni mikit í fornum sið, blótmaðr lítill, spakr ok hægr við alla", segir í Kjalnesingasögu.

Auður "djúpúðga" Ketilsdóttir. Maki hennar var Ólafur "hvíti" Ingjaldsson - um 840 í Dublin, Írlandi, d. 871 á sama stað. Herkonungur. Sonur Ingjalds "hvíta" Helgasonar Írlandskonungs. Gift um 857 í Dublin, Írlandi. Auður var fædd í Raumsdal, Þelamörk Noregi og lést um 900 á Hvammi í Dölum. 
Sonur þeirra var: Þorsteinn "rauði" Ólafsson - 850. Skotakonungur

Auður djúpúðga var helsti landnámsmaður í Dalasýslu. Hún var dóttir Ketils flatnefs er flýði til Skotlands undan ofríki Haralds hárfagra í Noregi, náði undir sig löndum þar og gerðist jarlÞorsteinn sonur Auðar féll í bardaga á Katanesi (Caithness) í N-Skotlandi. Auður sigldi þá til Íslands með viðkomu í Orkneyjum og Færeyjum og gifti þar sonardætur sínar. Afkomendur þeirra byggja enn eyjarnar. Um brottför Auðar frá Skotlandi segir svo í Laxdælu:...þykjast menn varla dæmi finna að einn kvenmaður hafi komist brott úr þvílíkum ófriði með jafnmiklu fé og föruneyti. Má af því marka að hún var mikið afbragð annarra kvenna.

Eyvindur "Austmaður" Bjarnarson -  810
Maki ekki nefndur.
Börn þeirra voru: Snæbjörn Eyvindarson  - 840. Landnámsmaður í Vatnsfirði, Þuríður Eyvindardóttir  - 850, Björg Eyvindardóttir - 810.

Maki: Rafarta Kjarvalsdóttir  - 810. Dóttir Kjarvals Írakonungs og því systir Fjörgerðar og Kormlaðar. 
Börn Eyvindar og Raförtu voru: Helgi "magri" Eyvindarson - 835. Landnámsmaður á Kristnesi í Eyjafirði, Þorbjörg Eyvindardóttir - 850.

Maki Helga "magra" var Þórunn "hyrna" Ketilsdóttir - 848 gift. "Frá þeim Helga og Þórunni er komit Eyfirðingakyn", segir í Laxdælu. 
Börn þeirra voru: Ingjaldur Helgason - 865. Bjó á Efri - Þverá í Eyjafirði. "Hann var goðorðsmaðr ok höfðingi mikill", segir í Víga - Glúms sögu, Helga Helgadóttir - 870. Bjó í Saurbæ í Eyjafirði, Ingunn Helgadóttir - 870, Hrólfur Helgason - 875. Bjó í Gnúpufelli, Þorbjörg "hólmasól" Helgadóttir - 875, Þórhildur Helgadóttir - 880, Þóra Helgadóttir - 890. Húsfreyja í Djúpadal Eyjafirði, Þorbjörg Eyvindardóttir - 850. Einnig nefnd Björg. Ætterni hennar er á reiki ýmist sögð systir eða dóttir Steinólfs "lága". 

 Maki Þorsteins "rauða" Ólafssonar var Þuríður Eyvindardóttir - 850, gift. (Faðir Þuríðar var Eyvindur "austmaður" Bjarnason). 
Þeirra börn: Ólafur "feilan" Þorsteinsson - 870. Landnámsmaður í Hvammi í Dölum. Þorsteinn var í föruneyti með móður sinni. Börn Þorsteins og Þuríðar: Gró Þorsteinsdóttir - 870. Giftist í Orkneyjum (Duncan -871 Earl of Caithness, Scotland). Ólöf Þorsteinsdóttir - 870. Giftist í Færeyjum, Ósk Þorsteinsdóttir - 870, var í föruneyti með móður sinni, Þórhildur Þorsteinsdóttir  - 870, var í föruneyti með móður sinni, Vigdís Þorsteinsdóttir - 870, var í föruneyti með móður sinni, Þorgerður Þorsteinsdóttir - 878, var í föruneyti með móður sinni. Síðar húsfreyja í Laxárdal.

Maki Þorgerðar Þorsteinsdóttur var Dala - Kollur Veðrar - Grímsson - 875, kvæntur. Landnámsmaður í Laxárdal. 
Börn Þorgerðar og Dala - Kolls: Höskuldur Dala - Kollsson - 910. Bjó á Höskuldsstöðum í Laxárdal. Gróa Kollsdóttir - 910, Þorkatlta Kollsdóttir - 910. Maki Þorkötlu var Þorgeir Þorkelsson - 940  Ljósvetningagoði sem bjó á Ljósavatni í Ljósavatnskarði. Maki Þorgerðar Herjólfur Eyvindsson - 880, kvæntur. 
Þeirra sonur var Hrútur Herjólfsson - 910. Bjó á Hrútsstöðum sem síðar hafa nefnst Rútsstaðir. "Hrútr var vænn maðr, mikill og sterkr, vígr vel og hógvær í skapi, manna vitrastr, harðráðr við óvini sína, en tillagagóðr innan stærri mála", segir í Njálssögu.

Barnsmóðir Höskuldar Dala - Kollssonar var Melkorka Mýrkjartansdóttir - 910. Írsk konungsdóttir. Fylgikona Höskuldar. 
Synir þeirra: Ólafur "pá" Höskuldsson - 930, Helgi Höskuldsson - 940. Maki Höskuldar var Hallfríður Þorbjarnardóttir - 910. Húsfreyja í Laxárdal. Einnig nefnd Ástríður. 
Þeirra börn: Hallgerður "langbrók Höskuldsdóttir - 930. Húsfreyja á Varmalæk, síðar í Laugarnesi og síðar á Hlíðarenda. Flutti að Grjótá með Grana syni sínum eftir lát Gunnars. Í Laxdælu er Hallgerður sögð dóttir Jórunnar Bjarnadóttur. "Hon var fríð sínum ok mikil vexti ok hárit svá fagurt sem silki ok svá mikit, at þat tók ofan belti", segir í Njálssögu. Þorleikur Höskuldsson - 940. Bjó í Kambsnesi.  Barður Höskuldsson - 940, Þorgerður Höskuldsdóttir - 940. , Þuríður Höskuldsdóttir - 940. 
Í Laxdælu eru einnig Þorleikur, Barður, Þorgerður og Þuríður sögð börn Jórunnar Bjarnadóttur.

Hallgerður "langbrók" Höskuldsdóttir. Maki Þorvaldur Ósvífursson - 930. Kvæntur. Bjó á Meðalfelli undir Felli, Dal. Maki Glúmur Ófeigsson - 910. Kvæntur. Bjó á Varmalæk. "Hann var mikill maður og sterkr ok fríðr sínum." 
Barn Hallgerðar og Glúms var Þorgerður Glúmsdóttir - 950. Húsfreyja á Grjótá í Fljótshlíð. Þriðji maki Hallgerðar var Gunnar Hámundarson - 940-992. Kvæntur. Hann bjó á Hlíðarenda í Fljótshlíð, Rang. 
Börn Hallgerðar og Gunnars voru Grani Gunnarsson - 970. Bjó á Grjótá, Hámundur Gunnarsson - 970. Tók við búi föður síns á Hlíðarenda eftir lát hans. "Högni var maðr gerviligr ok hljóðlyndr, tortryggr og sannorðr", segir í Njálssögu. Nefndur Högni í Njálssögu.
Þorgerður Glúmsdóttir, dóttir Hallgerðar og Glúms giftist síðan Þráinn Sigfússyni - 940. Hann bjó á Grjótá í Fljótshlíð og var sonur þeirra Höskuldur "hvítanesgoði" - 988. Bjó á Vorsabæ í A - Landeyjum, Rang. Höskuldur ólst upp í Mörk og á Berþórshvoli. Hann var veginn af fóstbræðrum sínum Njálssonum vorið 1011 vegna rógs Marðar Valgarðssonar.

Maki Þorleiks Höskuldssonar var Þuríður Arnbjarnardóttir - 940. 
Þeirra sonur var Bolli Þorleiksson - 970. Maki hans var Guðrún Ósvífursdóttir. "Hon var kvenna vænst, er upp óxu á Íslandi, bæði at ásjónu ok vitsmunum", segir í Laxdælu. Forfeður Guðrúnar er svo aftur hægt að rekja til Ketils "flatnefs" Bjarnarsonar og Ingveldar Ketilsdóttur

 
Kveldúlfur Brunda - Bjálfsson - 820. Landnámsmaður, bjó undir Skrattafelli. Maki Salbjörg Berðlu - Káradóttir - 830. 
Börn þeirra: Þórólfur Kveldúlfsson - 860, Skallagrímur Kveldúlfsson -863. Landnámsmaður. Móður ekki getið Geirólfur Úlfsson - 880.

Maki Skallagríms Kveldúlfssonar var Bera Yngvarsdóttir - 870. Gift. 
Börn þeirra: Þórólfur Skallagrímsson - 900 - 937. Féll í bardaga við Brunanburgh, Sæunn Skallagrímsdóttir - 900, Egill Skallagrímsson - 910. Skáld. Bjó á Borg, Þórunn Skallagrímsdóttir - 915.

Maki Þórólfs Skallagrímssonar var Ásgerður Bjarnadóttir - 915. Dóttir þeirra var Þórdís Þórólfsdóttir - 936.

Maki Egils Skallagrímssonar var einnig Ásgerður Bjarnadóttir - 915. Gift. 
Þeirra börn voru: Þorgerður Egilsdóttir um 939. Þorgerður var væn kona ok kvenna mest vitr ok heldr skapstór en hversdagliga kyrrlát," segir í Egils sögu. Bera Egilsdóttir - um 940, Gunnar Egilsson - 942. Drukknaði, Böðvar Egilsson um 943 til um 957, Þorsteinn Egilsson um 945. "Þorsteinn var vitr maðr ok kyrrlátr, hógvær, stilltr manna best", segir í Egils sögu. "Frá Þorsteini er mikil ætt komin ok er það Mýrarmannakyn ok svá allt þat, er komið er frá Skalla - Grími," segir einnig þar.

Maki Þorgerðar Egilsdóttur var Ólafur "pá" Höskuldsson 930. Kvæntur. Bjó í Hjarðarholti í Laxárdal. "Ólafur var þeirra manna fríðastur sýnum, er þá váru á Íslandi", segir í Egils sögu. Þeirra börn voru: Þorbjörg "digra" Ólafsdóttir - 960. "Var vitr kona ok stórlynd", segir í Fóstbræðra sögu, Þuríður Ólafsdóttir - 960, Kjartan Ólafsson - 960-1003. Veginn. Halldór Ólafsson - 960. Bjó á Dönustöðum í Laxárdal. Berþóra Ólafsdóttir - 960, Þorbergur Ólafsson - 970, Helgi Ólafsson - 970, Höskuldur Ólafsson - 975, Þórarinn Landælagoði "hinn spaki" - 980

 

Sigurður Hringur Randversson - 670. Móður ekki getið. 
Þeirra barn var Ragnar "loðbrók" Sigurðsson - 700. Konungur í Danmörku og Svíþjóð. Maki Ragnars var Áslaug Sigurðardóttir -700. 
Synir Bjarnar voru Áslákur Bjarnason - 770 og Eiríkur Bjarnason. 
Synir Ragnars og Áslaugar voru: Ívar „beinlausi“, Björn „járnsíða“, Hvítserkur, Sigurður „ormur í auga“.

Sonur Ásláks var Hróaldur "hryggur" Ásláksson - 810. 
Sonur Hróaldar var Björn "byrðusmjör Hróaldsson - 840, sonur hans var Þórður Bjarnarson - 870. Maki Þórðar var Friðgerður Kjarvalsdóttir - 850. Faðir Friðgerðar var Kjarval Írakonungur (ófeðraður) - 780. Systir Friðgerðar var Rafarta Kjarvalsdóttir - 810. 
Barn Þórðar og Friðgerðar var Snorri Þórðarson - 890. Maki Snorra var Þórhildur "rjúpa" Þórðardóttir - 915. 
Þeirra barn var Þórður "hesthöfði" Snorrason - 930. Maki Þórðar Þórunn (ófeðruð) - 940. Þeirra sonur Þorfinnur "karlsefni" Þórðarson - 975. Reynistað í Skagafirði. Maki Þorfinns var Guðríður Þorbjarnardóttir - 980. 
Börn þeirra Snorri Þorfinnsson - 1004, Þorbjörn Þorfinnsson - 1025.

Sonur Eiríks var Eymundur Eiríksson - 800. Konungur í Uppsölum. 
Hans sonur var Eiríkur "veðurhattur Eymundsson - 830, barn hans Björn "gamli" Eiríksson - 860. Svíakonungur. 
Sonur Bjarnar var Ólafur Bjarnason - 910. Svíakonungur. 
Sonur Ólafs var Björn Ólafsson 910. Styr - Björn hinn sterki yfir Jómsborg. 
Barn hans var Þorgils "sprakaleggur Bjarnarson - 970. Sonur Þorgils var Úlfur Þorgilsson -um 998, dáinn 1027. Jarl. (Dóttur Þorgils Gyðu Þorgilsdóttur er getið í þættinum Ræturnar frá Vestur-Evrópu). Maki Úlfs var Ástríður Sveinsdóttir - 1000. Faðir hennar var Sveinn „tjúguskeggur“, ófeðraður. Danakonungur. Barn Ástríðar var Sveinn Ástríðarson - 1018, dáinn 29. apríl 1076. Danakonungur. Maki Rannveig Þórðardóttir - 1020. Frá Aurlandi í Sogni í Noregi. Barn þeirra Eiríkur „eygóði“ Sveinsson - 1056, dáinn 10. júlí 1103. Danakonungur. Maki Bóthildur Þorgautsdóttir - 1060. Barn þeirra Knútur „lávarður“Eiríksson - 1091, dáinn 7. janúar 1131. Konungur Vinda. Maki Ingeborg ófeðruð - 1090. Barn þeirra Valdimar „mikli“ Knútsson - 14. janúar 1131, dáinn 12. maí 1182. Danakonungur. Maki Sofia af Halicz - 1140. Barn þeirra Valdimar „sigursæli“ Valdimarsson - 28. júní 1170, dáinn 28. mars 1241. Danakonungur. Maki Berengja Sanchosdóttir - 1180. Faðir Sancho I. Konungur í Portúgal. Barn Valdimars og Berengju Eiríkur „plógpeningur“ Valdimarsson - 1216, dáinn 10. ágúst 1250. Hertogi af Jótlandi, Konungur frá 1232. Maki Judith Albertsdóttir - 1220. Faðir Albert I. ófeðraður, hertogi af Saxlandi - 1190. Barn Eiríks og Judithar var Ingeborg Eiríksdóttir - 1240. Drottning í Noregi.

Sigurður "fáfnisbani" Sigmundsson - 670 var sonur Sigmundar Völsungssonar - 630. Noregi. Maki Sigurðar var Brynhildur Buðludóttir - 670. Brynhildur var dóttir Buðla Leinfinsonar. Noregi. Dóttir Sigurðar og Brynhildar var Áslaug Sigurðardóttir - 700. Maki Áslaugar var Ragnar "loðbrók Sigurðsson - 700. Konungur í Danmörku og Svíþjóð. 
Þeirra barn Sigurður "ormur í auga" Ragnarsson - 730. Börn hans voru Áslaug Sigurðardóttir - 760  og Þóra Sigurðardóttir - 770.

Barn Áslaugar var Sigurður "hjörtur" ófeðraður - 790. Konungur. 
Barn hans var Ragnhildur Sigurðardóttir - 820. Maki Ragnhildar var Hálfdán "svarti" ófeðraður - 810. Upplendingakonungur. 
Barn þeirra var Haraldur "hárfagri" Hálfdánarson - 850, d. 933. Noregsnonungur, sameinaði Noreg, af Ynglingaætt. Maki Snjáfríður Svásadóttir - 850. 
Barn þeirra Sigurður "hrísi" Haraldsson - 890. Konungur yfir Haðafylki. 
Barn hans var Hálfdán Sigurðsson - 930. Konungur á Upplöndum. 
Sonur hans var Sigurður "sýr" Hálfdánarson - 970, d. 1018. Konungur af Upplöndum, sat í Hringaríki. Maki Ásta Guðbrandsdóttir - 980. 
Þeirra sonur var Haraldur "harðráði Sigurðsson - 1015, d. 25. september 1066. Noregskonungur frá 1046. Maki Þóra Þorbergsdóttir - 1015. 
Þeirra sonur Ólafur "kyrri" Haraldsson - um 1050, d. 22. september 1093. Noregskonungur frá 1066. Maki Þóra Rögnvaldsdóttir - 1050. 
Sonur þeirra Magnús "berfættur" Ólafsson - 1073, d. 24. ágúst 1103. Noregskonungur frá 1093. Börn hans Þóra Magnúsdóttir - 1100 og Haraldur "gilli" Magnússon - 1103, d. 13. desember 1136. Noregskonungur.

Þóra Magnúsdóttir var laundóttir Magnúsar hennar maki var Loftur Sæmundsson - um 1085, d. um 1163. Faðir Lofts var Sæmundur "fróði" Sigfússon - 1056, d. 22. maí 1133. Prestur í Odda Rangárvöllum.  Barn þeirra var Jón Loftsson - 1124, d. 1. nóvember 1197.

Maki Haraldar "gilla" Magnússonar var Þóra Guttormsdótir - 1100. 
Þeirra barn var Sigurður "munnur" Haraldsson - 1133, d. 10. júní 1155. Konungur í Noregi frá 1137. Maki Gunnhildur ófeðruð - 1130. 
Þeirra barn var Sverrir Sigurðsson - 1152, d. 9. mars 1202. Noregskonungur. Maki Ástríður Hróadóttir - 1150. 
Barn þeirra Hákon Sverrisson - 1178, d. 1. janúar 1204. Hylltur konungur Noregs 1202. Maki Inga af Vartegi - 1180. 
Barn þeirra Hákon "gamli" Hákonarson 1204, d. 15. desember 1263. Noregskonungur, náði undir sig Grænlandi 1261 og Íslandi 1262. Maki Margrét Skúladóttir - 1205.( Ætt hennar er síðan hægt að rekja aftur til Ragnars "loðbrókar" Sigurðssonar). Drottning í Noregi. 
Barn þeirra Magnús "lagabætir" Hákonarson - 1238, d. 9. maí 1280. Noregskonungur, umbótasinnaður og friðsamur. Maki Ingeborg Eiríksdóttir - 1240. 
Barn þeirra var Hákon "háleggur" Magnússon - 1260. Konungur í Noregi 1299 - 1319. 
Barn hans Agnes Hákonardóttir - 1280. Laungetin dóttir Hákonar "háleggs". Maki Hafþór Jónsson - 1270, d. 1320. Riddari að Suðurheimum á Rómaríki. (Faðir hans var Jón "rauður" Ívarsson - 1250. Barón af Suðurheimum ).  Barn Hafþórs og Agnesar var Jón Hafþórsson - 1300. Riddari í Noregi.  Maki Birgitta Knútsdóttir - 1300. 
Barn þeirra Hákon Jónsson - 1330, d. 1392. Féhirðir í Noregi. 
Barn hans var ónefnd Hákonardóttir - 1370. Maki Kenek Gottskálksson - 1370. Riddari í Noregi. 
Barn Þeirra Rögnvaldur Keneksson - 1400. Riddari í Noregi. 
Barn hans Nikulás Rögnvaldsson - 1430. Frá Noregi. Maki Herborg Bárðardóttir - 1430. 
Barn þeirra Gottskálk "grimmi" Nikulásson - 1460, d. Biskup á Hólum. Lagskona Valgerður Jónsdóttir - 1460. 
Barn þeirra Kristín Gottskálksdóttir 1488, d. 1578. Húsfreyja á Geitaskarði og Möðruvöllum. Maki Jón Einarsson - 1490, d. 1534. Sýslumaður á Geitaskarði í Langadal. 
Þeirra börn Kristín Jónsdóttir - 1510, Egill Jónsson - 1520-1529. Bóndi og lögréttumaður á Geitaskarði, Ólafur Jónsson - 1521. Bóndi í Snóksdal, bóndi á Hofi í Vatnsdal, Gottskálk Jónsson - 1524-1590. Bóndi í Vík Sæmundarhlíð, Skagafirði og sýslumaður í Hegranesþingi. Maki Egils Jónssonar var Guðrún Þorleifsdóttir - 1525-1601. 
Þeirra börn: Guðrún Egilsdóttir - 1550. Húsfreyja í Finnstungu, Jón Egilson - 1560. Bóndi og lögréttumaður á Geitaskarði og Reykjum í Tungusveit, Rannveig Egilsdóttir - 1560. Húsfreyja á Gunnsteinsstöðum, Eiríkur Egilsson - 1560. Bóndi á Stóruborg, Ragnhildur Egilsdóttir - 1560. Húsfreyja á Fróðá og síðar prestfrú í Hvammi, Einar Egilsson - 1560. Getið í skjali frá 1640, þá búsettur erlendis. Maki Guðrúnar Egilsdóttur var Guðmundur Gíslason - 1540. Bóndi í Finnstungu. 
Þau áttu átta börn ein af dætrum þeirra var Helga Guðmundsdóttir - 1585, d. eftir 1651. Húsfreyja í Skálmarnesmúla. Maki Helgu var Björn Þorleifsson - 1573, d. 1650. 
Þau áttu saman 4 börn þar á meðal Guðrúnu Björnsdóttur - 1620, d. 1660. Húsfreyja á Ósi í Steingrímsfirði. Hennar maki var Árni Einarsson - um 1620, d. 1686. Prestur, missti tvisvar prestskap fyrir barneignir. Bóndi á Ósi í Steingrímsfirði. 
Guðrún og Árni eignuðust saman 3 börn þar á meðal Helgu Árnadóttur - 1659, d. 1735. Maki hennar var Ásgeir Sigurðsson - 1650, d. eftir 1712. Hreppstjóri og lögréttumaður á Ósi, Staðarhreppi 1703. "Víðförlastur hefur hann eflaust  verið allra íslenzkra sveitabænda á 17. öld, að Jóni Indíafara undanskildum", segir í Blöndu. 
Helga og Ásgeir eignuðust tvær dætur. Önnur þeirra var Hallbjörg Ásgeirsdóttir - 1682. Húsfreyja í Reykjarfirði í Vatnsfjarðarsveit. Maki Jón Hannesson - 1678, d. eftir 1735. 
Hallbjörg og Jón áttu saman 11 börn eitt þeirra var Anna Jónsdóttir - 1715. Horfin 1784. Húsfreyja á Laugalandi. Maki Þorsteinn Pálsson - 1704 - 1785. Bóndi á Laugalandi í Nauteyrarhreppi. 
Anna og Þorsteinn áttu 5 börn þar á meðal var Hallbera Þorsteinsdóttir - 1750, d. 9. febrúar 1805. Ekkja á Bjarnastöðum, Vestfjarðasókn, Ís. 1801. Maki Teitur Jónsson - 1740. Bóndi á Kerlingarstöðum. 
Hallbera og Teitur eignuðust 4 börn þar á meðal var sonurinn Jón Teitsson - 1774, d. 24. apríl 1845. Bóndi á Sútarabúðum, Grunnavíkursókn, Ís. 1801. Maki Silfá Jóhannesdóttir - 1776. Látin í Staðarsókn í Grunnavíkur, N - Ís. 6. október 1854. Húsfreyja á Sútarabúðum, Grunnavíkursókn, Ís. 1801. Einnig nefnd Silpha Jóhannesdóttir. 
Jón og Silfá eignuðust saman sjö börn ein dóttir þeirra var Silfá Jónsdóttir. Fædd í Staðarsókn í  Grunnavík, N - Ís. 13. apríl 1818, látin 5. apríl 1883. Húsfreyja í Rekavík bak Látur í Sléttuhr., N-Ís. Hennar maki var Jón Björnsson. Fæddur í Staðarsókn í Aðalvík, N-Ís. 22. júní 1822. Látinn 3. mars 1887. Bóndi í Rekavík bak Látur, N-Ís. 
Jón og Silfá eignuðust saman 11 börn einn sona þeirra var Pálmi Jónsson. Fæddur í Staðarsókn í Aðalvík, N-Ís. 27. september 1852. Látinn 3. nóvember 1914. Bóndi í Rekavík bak Látur, Sléttuhreppi, N-Ís. Maki Guðríður Sigurðardóttir. Fædd í Staðarsókn Aðalvík, N-Ís. 26. febrúar 1850. Látin 30. desember 1887. Húsfreyja í Rekavík bak Látur, Sléttuhreppi N-Ís. Pálmi og Guðríður eignuðust saman sjö börn einn sona þeirra var Guðmundur Pálmason. Fæddur í Rekavík 28. janúar 1878. Látinn 21. febrúar 1951. Vitavörður á Straumnesvita og bóndi í Rekavík bak Látur og víðar í Sléttuhreppi N-Ís.

Það getur verið áhugavert þegar byrjað er að teygja lopann í ættfræðinni hvert vísbendingarnar geta leitt mann. Ræturnar teygja sig á undraverðan hátt sunnar í Evrópu þar sem við komumst að því að við kannski tengjust meira en við hugðum þekktum persónum úr mannkynssögunni. Leit mín hefur nú leitt mig á slóð ættartengsla í Vestur Evrópu. Í sumum tilvikum greina heimildir á um áreiðanleika þeirra heimilda sem upplýsingarnar koma úr en það er samt heillandi að kanna þetta og vekur mann til frekari dáða við að kynna sér söguna og seðja fróðleiksfýsnina. Við lærðum öll í skóla um þekkta menn og staði bæði í mannkynssögu og í landafræði en í reynd var það bara toppurinn af ísjakanum og fengum við aðeins tækifæri á að líta rétt undir yfirborðið eða kannski má segja að við fengum smá leiðarstikur í fararbyrjun til þess síðar meir að geta kannað okkar stórkostlega heim frekar á okkar eigin forsendum. Með tilkomu internetsins opnast óteljandi og heillandi heimar sem vert er að kanna.

Í rótunum frá Noregi röktum við ættina okkar alla leið frá Sigurði „fáfnisbana“ og til vitavarðarins á Straumnesi, nyrst á Vestfjarðarkjálkanum á Íslandi, Guðmundar Pálmasonar. Ég ætla nú að rekja ætt Margrétar Skúladóttur sem var fædd árið 1205 og var eiginkona Hákonar „gamla“ Hákonarsonar. Þar er þess getið innan sviga að hennar ætt megi svo aftur rekja til Ragnars „loðbrókar“ Sigurðssonar.

Sigurður „hringur“ Randversson - 670, Ragnar „loðbrók“ Sigurðsson - 700, Björn „járnsíða“ Ragnarsson - 730, Eiríkur Bjarnason - 770, Eymundur Eiríksson - 800, Eíríkur „veðurhattur Eymundsson - 830, Björn „gamli“ Eiríksson - 650, Ólafur Bjarnason - 910, Björn Ólafsson - 940, Þorgils „sprakaleggur“ Bjarnason - 970. Dóttir Þorgils var Gyða Þorgilsdóttir - 1000. Maki Gyðu var Guðini Úlfnaðsson - 1000, dáinn 15. apríl 1053. Jarl af Wessex. Sonur þeirra var Tósti Guðinason - 1030, dáinn 25. september 1066. Jarl af Norðymbralandi. Maki Judith Baldvinsdóttir - 1030. Sonur þeirra var Skúli „konungsfóstri“ Tóstason - um 1052. Hirðstjóri hjá Ólafi „kyrra“. (Heimildir eru nokkuð á reiki um áreiðanleika þess í heimildum). Maki Guðrún Nafsteinsdóttir - 1060. Barn þeirra Ásúlfur Skúlason - 1090. Frá Rein. Maki Þóra Skoftadóttir - 1090. Barn þeirra Guttormur Ásúlfsson - 1120, á Rein. Maki Sigríður Þorkelsdóttir - 1120. Barn þeirra Bárður Gguttormsson - um 1150, dáinn 3. apríl 1194. Á Rein. Birkibeinahöfðingi og fylgismaður Sverris konungs. Maki Ragnhildur Erlingsdóttir -1150. Frá Kvidin i Valdres. Barn þeirra Skúli Bárðarson - 1189, dáinn 24 maí 1240. Hertogi og konungur í Noregi. Maki Ragnhildur ófeðruð. Barn þeirra Margrét Skúladóttir.

Godwin (Guðini) jarl af Wessex - ca 1001, dáinn 15. apríl 1053.  Hann var sonur Wulfnoth Child af Sussex og var fylgismaður konungs. Fyrri kona Godwins var Thyra Sveinsdóttir -  994-1018, hún var dóttir Sweyn I. (Sveinn „tjúguskegg“) - ca 960 dáinn 3. febrúar 1014, konungur yfir Danmörku, Noregi og Englandi. Seinni kona Godwins var Gyða Þorkelsdóttir barnabarn hins þjóðsögulega sænska konungs Styrbjörns Svíakappa (Styrbjorn Starke) og barnabarnabarn Haraldar „blátannar“ (Harold Bluetooth) -dáinn c. 985, konungur Noregs og Danmerkur. Hann var faðir Sveins „tjúguskeggs“. Godwin og Gyða eignuðust saman tvo syni: Harold og Tostig Godwinson og eina dóttur, Edith, hún var eiginkona Edwards the Confessor - dáinn 1066. Hann var Englandskonungur frá1042 - 66. Sonur Æthelred the Unready og konu hans Emmu sem var af ætt Normanna.
Harold Godwinson eða Harold II. Englandskonungur,  -c. 1022, dáinn 14. október 1066. Hann réði ríkjum frá 5. janúar til 14 október 1066 er hann féll í orrustunni um Hasting. Hann var síðasti engilsaxneski konungur Englands.
Laundóttir Harolds, Gyða af Wessex var gefin Waldemar konungi af Ruthenia. Ruthenia er latneska af orðinu Russia (hérað í Vestur-Úkraínu suður af Carphatian fjöllum sem var innlimað í Sovétríkin árið 1945). Waldemar getur ekki verið annar en Vladimir Monemakh  eða Vladimir II. - 1053-1125. Stórhertogi af Kiev (1113-25) sonur Vsevolod I. Við dauða föður síns varð hann prins af Pereyastavl og einn göfugasti stjórnandi í Kievan Rus en það ríki var fyrirrennari Rússlands. Gyðu og Vladimir varð fimm barna auðið, þeirra á meðal var Mstislav the Great sem síðast réð yfir ríkjum í Kievan Rus.
Tostig Godwinson - 1026, dáinn  25 september 1066 var jarl af Northumbria. Tostig giftist Judith (Fausta) af Flæmingjalandi - 1030, dáin 15. mars 1094. Judith var dóttir Baldwins IV. greifa af Flæmingjalandi og hálfsystir Baldwins V. (hér ber heimildum ekki saman), sem slík var hún í föðurætt frænka Matthilda af Flæmingjalandi sem var eiginkona William the Conquerer.
Tostig gekk til liðs við Harald „harðráða“ Noregskonung og saman réðust þeir inn í England. Bróðir Tostig hafði sigur yfir þeim og Haraldur III. og Tostig létu báðir lífið í herförinni um Stamford Bridge, 25. september 1066. Sigur Halrolds var þó brotinn á bak aftur í annarri innrás á England sem frændi Harolds, William II. the Bastard hertogi af Normandy, stóð fyrir í  28 semptember . Harold beið ósigur og féll fyrir hendi Williams í orrustunni um Hastings 14. október 1066. William varð William the I. the Conquerer of England
Baldwin IV. af Flæmingjalandi - 980, dáinn 30. maí 1036, þekktur undir nafninu hinn skeggjaði (the Bearded), var greifi af Flæmingjalandi frá 988 til dauðadags. Hann var sonur Arnulf II. af Flæmingjalandi 960 eða 961, dáinn 30. mars 988. Hann var  sonur Baldwins III. af Flæmingjalandi og Mathilda af Saxony. Baldwin III. lést 962 þegar Arnúlf var ennþá barn. Afi Arnúlfs, Arnúlf I. var ennþá á lífi en lést þremur árum síðar eða 965. Stjórn greifadæmisins var þá undir stjórn náins ættingja Baldvins Barso. Arnúlf I. var þekktur sem Arnúlf hinn mikli og var þriðji greifi af Flæmingjalandi. Hann var sonur Baldwins II. af Flæmingjalandi og Ælftrhyth sem var dóttir Alfred the Great 849-99, konungs af Wessex. Baldwin II. var sonur Baldwins I. og Judith, sem var dóttir Charles the Bald.
Baldvin giftist Ogive af Luxemburg og átti með henni soninn Baldwin V og sem síðar varð erfingi að greifadæminu. Hann giftist síðar Eleanor af Normandy, dóttur Richard III. af Normandy og saman eignuðust þau dótturina Judith. Áður hafði Eleanor verið gift Welf hertoga af Bavaria. Dóttir þeirra Judith var gift Tostig Godwinson (hér ber heimildum ekki saman).
Þessi víðtæku fjölskyldutengsl sýna þá pólitísku hagsmunatengsl sem Flæmsku greifarnir höfðu, bæði við England í vestri og Þýskaland í austri.
Barnabarn Baldwins, Mathilda af Flæmingjalandi, sem var dóttir Baldwins V, giftist síðan William the Conquerer og varð þar af leiðandi Englandsdrottning.
Welfs ættin var komin frá Franknesku ættarveldi, nefnt svo vegna þess að margir innan ættarinnar báru nafnið Welf. Í upphafi komu þeir til og settust að í Norður- Ítalíu  á dögum Carlemagne.

 

 

 

Google Translator

:)

Recent Forum Posts

No recent posts